Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, October 18, 2009

Í Perlunni














Tveir að fá sér hressingu

Steingrímur að ýta sér um í stólnum sínum :)


Að skoða fiska og kanínur


Á ferð og flugi

Steingrímur vaknaði aftur um kortér yfir sjö og var í góðu skapi. Lá í smá stundi og kúrði eftir að hafa fengið nýja bleyju, ekkert að flýta sér fram úr. Um kl.hálf tíu komu Kristín Anna og Doddi í heimsókn að kíkja á okkur. Þau fóru svo heim að leggja sig með loforði um að hitta okkur aftur síðar um daginn. Við borðuðum Ikea kjötbollur með kartöflum í hádeginu, Steingrímur borðaði fullan disk :) Svo kl. 3 fórum við í Blómaval með Kristínu og Dodda. Við skoðuðum kanínur, jólalandið og fiskana í dýrabúðinni. Svo fengum við okkur köku og drykk á kaffihúsinu í Húsasmiðjunni. Strákarnir fengu frían Svala og muffins, voru afar ánægðir með það. Því næst fórum við í Öskjuhlíðina. Fyrst röltum við um í Fossvogskirkjugarði og fórum því næst yfir í Perluna. Þar brunaði Steingrímur hamingjusamur um allt, fannst ekkert leiðinlegt að horfa út um gluggann á fallegu birtuna. Síðan héldum við heim um sexleytið og borðuðum heimagerða lifrarpylsu, sem að sjálfsögðu smakkaðist afar vel :) MMmmmm, alltaf best sem maður gerir sjálfur. Síðan var gæinn búinn undir svefninn, hann sofnaði rétt um átta enda búinn að hafa nóg að gera í dag :)

Saturday, October 17, 2009

Gaman hjá mömmu og Siggu frænku


Afmælisprinsinn fékk flotta eiturslönguköku og allir sungu afmælissönginn :)









Steingrímur var fljótur að grípa Hákon og fá hann til að taka sig upp :)


Aron Ingi fylgdist með Steingrími og spjallaði við hann :)





Afmælisveisla fyrir flotta prinsinn :)

Steingrímur vaknaði kl. kortér yfir sjö og brunaði strax inn í eldhús um leið og heimtaði morgunmat. Og ég meina heimtaði, hann stóð við stólinn og gargaði :) Hann fékk sinn hafragraut og ekkert múður, og hálfa skál af Cocoa Puffs til að gleðja hann. Svo fórum við í Mosfellsbæinn að taka slátur með Gunnu og Ágústu vinkonum. Við vorum heima hjá Ágústu og börnin hennar, þau Aron Ingi og Margrét Erla, voru afar dugleg við að passa Steingrím og vera góð við hann. Margrét Erla leyfði honum að hlusta á tónlist í herberginu sínu og Aron Ingi spjallaði heilmikið við hann. Steingrímur sýndi svo listir sínar í plokkfiskáti í hádeginu og stýrði hverri skeið inn í munninn svo svangur var hann. Allir voru hissa á hve mikið hann gat borðað :) Klukkan þrjú var svo komið að hápunkti dagsins. Við mættum í afmælisveislu litla karlsins. Öll fjölskyldan mætti á staðinn og naut góðra veitinga. Steingrímur tölti um hinn ánægðasti og fékk knús frá liðinu, var hinsvegar ekkert spenntur fyrir veitingunum. Hann var í góðu skapi og hló og fíflaðist með mömmu og Siggu frænku :) Um sexleytið brunuðum við heim og fengum okkur grjónagraut í kvöldmatinn. Að venju borðaði gaurinn vel. Á morgun ætlum við að sjóða lifrarpylsu sem var búin til í dag, namm namm :) Unginn sofnaði svo tuttugu mínútur yfir sjö, alveg búinn eftir góðan dag :)

Friday, October 16, 2009

Kúrt á mottu með nýja dótið

Syfjaður 6 ára drengur :)

Ég mætti um hálf fjögur og náði í herramanninn, sem varð 6 ára núna á miðvikudaginnn :). Það tók smá tíma að finna hann, hann var í labbitúr með einum starfsmanninum. Við brunuðum heim og Steingrímur fór beint að stólnum sínum inni í eldhúsi. Eftir smá stund fór hann að öskra hátt, vildi fá hressingu. Hann þagnaði ekki fyrr en hann fékk kókómjólk. Svo komu mamma og Eva systir með afmælisgjöf handa honum, skjaldböku með ljósum og hljóðum og skjaldbökutrommu. Herranum fannst gott að láta mömmu knúsa sig og fá pakka :) Hann fékk Krakkafisk í kvöldmatinn og kláraði bakkann án þess að depla auga :) Eftir það lá hann bara á mottunni þar til hann steinsofnaði kl. 19:30. Hann hrýtur hér við hliðina á mér undir hlýrri sæng :)