Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Wednesday, December 21, 2005

Jólaball á Lyngási :-)

Þriðjudaginn 20. desember var haldið jólaball á Lyngási. Við Júlíana mættum með steinsofandi lítinn mann í fallegum flauelsmatrósafötum. Eftir þó nokkuð dekstur tókst okkur að vekja hann og var hann svo færður í jólasveinabúning. Svo var farið í salinn og þar var jólaskemmtun. Deildin hans Steingríms var með atriði uppi á sviði og það fannst honum ekki leiðinlegt. Hann klappaði saman lófunum og hossaði sér, var miðpunktur athyglinnar :-) Eftir þetta var dansað í kringum jólatréð. Steingrímur fór aðeins í kringum tréð í stólnum sínum, svo fór hann í "löbbuna" sína og þá var mikið hoppað. Hann fór gjarnan aftur á bak og klessti aðeins á aðra ballgesti :-) Svo fór hann og labbaði sjálfur hringinn með hjálp Sólveigar sem umsjónarkonan hans. Eftir ballið var farið inn á deild þar sem við fengum góðar veitingar. Steingrímur smakkaði á brauðtertunni en var hrifnastur af jarðarberjatertunni. Hann var sko alveg til í að opna munninn til að hleypa henni inn :-) Þegar fjörinu lauk kom hann svo í stutta heimsókn niður í vinnu til mín þar sem ég gat aðeins montað mig yfir honum við þá sem voru á staðnum. Það var þreyttur kútur sem fór svo heim með mömmu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home