Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, July 14, 2007

Súperhress náungi sem allt í einu þarf ekki að sofa !

Steingrímur svaf eins og steinn meirihluta nætur, rumskaði aðeins einu sinni en sofnaði aftur þegar honum var boðin snudda. Ég þurfti svo að vekja hann til að gefa honum lyfin í morgun !! Það gerist nú ekki oft :-) Hann borðaði mjög vel af morgunmatnum, næstum 2 diskar af hafragraut. Svo fór hann á röltið um alla íbúð. Mamma kom svo til að hjálpa mér að þrífa baðherbergið og Steingrímur heilsaði upp á hana þegar hún hvíldi sig í stofunni. Vildi leiða hana og fá hana með sér á röltið :-) Í hádeginu át herrann næstum heilan bakka af plokkfisk ! Góð matarlyst í dag :-) Ungi litli þurfti að fara í bað og því var kippt í liðinn eftir matinn. Fyrst var hann efins um að þetta væri skemmtilegt en eftir smá stund fór hann að klappa saman höndunum og skvampa aðeins í baðinu. En hann hafði mig grunaða um að ætla að drekkja honum þegar ég þvoði á honum hárið, því þá greip hann fast um baðbarminn :-) Varð fúll þegar upp úr baðinu var komið, en tók gleði sína á ný þegar ég var að þurrka honum inni í rúmi. Eftir baðið slöppuðum við af hér heima, ég hélt áfram að þrífa og Steingrímur vappaði um. Við fórum líka út á svalir og löbbuðum aðeins hér fyrir utan. Góða matarlystin hélt áfram í kvöldmatnum, fullur diskur af mat og jarðarberjajógúrt í eftirmat. Svo dóluðum við okkur í stofunni og eftir tannburstun fór unginn í rúmið. Þar sem hann hafði ekkert sofið um daginn bjóst ég við því að hann myndi sofna fljótt. Ónei !! Það var partí í rúminu þangað til rúmlega hálf ellefu ! Vona að hann sofi eins og engill í nótt :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home