Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, July 15, 2007

Í sól og sumaryl

Steingrímur svaf rólegur til rúmlega fimm, vaknaði þá skælandi og var órólegur í um klukkutíma. Hann svaf svo áfram til kl. 8. Upp úr hádeginu fórum við og sóttum mömmu og fórum í garðinn til Steinku systur. Þar sleiktum við öll sólina, en þegar herranum varð of heitt fór hann í skuggann við einn runnann. Hann fór svo að leika sér við að sá í runnann, þá hrundu krónublöð blómanna á honum yfir gæjann, sem fannst það verulega fyndið. Eftir þetta fórum við í heimsókn til Sifjar og fjölskyldu og sátum þar fyrir utan um stund. Svo fórum við inn og Steingrímur tékkaði fljótt á stólnum hennar Örnu, sem er í miklu uppáhaldi hjá honum. Við borðuðum svo kvöldmat hjá þeim, þeas ég borðaði, herrann vildi ekki kjötið. Hann borðaði hinsvegar graut og banana hjá mér er heim var komið. Hann sofnaði heldur ekkert í dag en gafst fyrr upp núna en í gær, var sofnaður fyrir hálf 10 !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home