Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, January 20, 2008

Á ferð og flugi :D

Jæja, nóttin var dálítið óróleg hjá mínum seinni partinn, vaknaði grátandi kl. hálf fimm og var alltaf af og til að reka upp smá vein fram undir morgun. Sofnaði alltaf strax aftur. Róaðist þegar fór að morgna og mér til undrunar vöknuðum við kl. að verða 9 !!! Gaurinn fór strax á rúntinn eftir morgunmat. Reyndi meira að segja að sleppa við morgunmatinn og komast strax af stað. Í hádeginu borðaði hann ýsu með brokkólí og fannst hún hreint ekki slæm. Eftir hádegið skelltum við okkur í heimsókn til Sifjar vinkonu og þar á bæ fannst fólki minn ekkert smá flottur, enda sýndi hann þeim labbið án þess að hika. Þar fengum við okkur kleinuhring til að hressa okkur :D Næsti stopp var svo í Stigahlíð hjá mömmu minni. Hún átti ekki til orð yfir dugnaðinum í unga manninum, Svanhildur og Ragnar voru á sama máli. Óla og Ninna fannst þetta líka fínt. Greinilegt var að Steingrímur kannaðist við sig þarna og fór strax á labb um alla íbúð. Svo var komið að matarboðinu. Við mættum á Seltjarnarnesið hjá Kristínu vinkonu kl. hálf sex. Sumir sofnuðu í bílnum og lögðu sig í um 40 mínútur. Hann var voða lítill fyrst og vildi helst bara vera í fanginu á mér. Sneri sér strax að mér og vildi láta taka sig ef ég setti hann niður og sat rólegur í fanginu á mér í um 15 mínútur !! Var greinilega óöruggur fyrst á ókunnugum stað. Hann fékk svo aðeins að chilla inn á baðherbergi þegar hann var orðinn þreyttur á látunum frammi og kom svo fram hress og til í tuskið. Labbaði eins og herforingi og reyndi stanslaust að laumast í stigann. Hann sýndi að hann kann að fara niður stiga, sneri sér við og renndi sér af stað niður. Fór varlega og allt !! Fékk smá köku en vildi lítið borða. Hann horfði nokkra stund á Baby TV og fannst gaman, hló og horfði einbeittur á. Svo héldum við heim og þá áttu sumir að sofna. Er nú enn að tjútta í rúminu, í dúndur stuði eftir góðan dag !!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home