Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, November 26, 2006

Sunnudagur í rólegheitum

Steingrímur vaknaði tuttugu mínútur í átta í morgun og var alveg glorsoltinn. Hann borðaði fullan disk af hafragraut og hálfan banana. Heil kanna af eplasafa fylgdi í kjölfarið. Síðan fór hann á mottuna góðu. Hann nennir ekkert lengur að labba í löbbunni hér, sennilega finnst honum þetta of þröngt. Það er erfitt að koma henni inn í stofu, ef ég set hana þangað inn fer hann úr henni og á mottuna ! Við borðuðum afganginn af kjúklingnum í hádeginu og aftur var borðaður fullur diskur af bestu lyst :-) Eftir hádegið var ég að hugsa um að fara eitthvað en þá voru í gangi megaflutningar - konan á hæðinni fyrir neðan var að flytja sitt síðasta drasl út og svo hálftíma síðar kom flutningabíll með dót unga parsins sem er að flytja inn í staðinn. Bílnum var lagt fyrir stæðið mitt svo ég komst ekki út. Allir voru á fullu að bera inn svo ég kunni ekki við að biðja þau um að færa bílinn. Svo við chilluðum bara hér í Möðrufellinu og það var ósköp notarlegt. Steingrímur tók sér engan lúr eftir hádegið...fyrr en rúmlega sex þá skyndilega lak hann út af á gólfinu. Hann vaknaði háskælandi 40 mínútum síðar og var afar úrillur í klukkutíma á eftir. Kvöldmaturinn fór að mestu fyrir ofan garð og neðan þar sem teknar voru pásur meðan skælt var, svo var hægt að halda áfram. Hann borðaði þó hálfan disk af bökuðum baunum og brauði, en það kostaði blóð svita og tár. Síðan fór minn að hressast og var á ferð og flugi um íbúðina þar til kl. níu, þá lagði ég hann í rúmið. Hann sofnaði um tíuleytið og sefur núna eins og engill. Litli blundurinn hefur því ekki náð að spilla of mikið fyrir.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home