Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, October 28, 2006

Sumarbústaðarferð í fallegu veðri

Á laugardagsmorguninn vaknaði herramaðurinn um hálf átta og var hress og kátur. Hann borðaði vel af morgumatnum og fór svo í labbitúr um íbúðina. Hann dundaði sér við að skoða mottuna milli gönguferðanna og var orðinn glorsoltinn þegar kom að hádegismatnum. Aftur hvarf fullur diskur án vandræða :-) Minn maður hlýtur að vera að taka vaxtarkipp ! Eftir matinn tók hann sér lúr, en um þrjúleytið kom Gunna og við lögðum af stað upp í sumarbústað að heimsækja vinkonur mínar sem voru í húsmæðraorlofi :-) Veðrið var alveg dásamlegt og ekki spillti svo fyrir að útsýnið við bústaðinn var einstaklega flott. Bústaðurinn var við Andakílsárvirkjun við Skorradal. Þetta var stór bústaður og mjög flottur. Steingrímur var ekki seinn að nýta sér plássið í að bruna um í löbbunni og vakti mikla aðdáun fyrir það hvað hann er orðinn duglegur :-) Því miður mistókust flestar myndirnar sem ég tók þarna uppfrá, en þó eru tvær af honum í labbitúr. Við stelpunar borðuðum tacos í kvöldmatinn en herrann fékk sér léttari snæðing. Svo kúrðum við okkur við sjónvarpið þar til tími var kominn til að halda heim á leið. Lítill þreyttur karl svaf alla leiðina heim og rumskaði ekki einu sinni þegar hann var borinn upp stigann né þegar hann var klæddur úr og settur í náttföt !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home