Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, October 27, 2006

Loksins færsla ! Lítill karl var hress á föstudegi

Ég sótti músastrákinn minn á leikskólann á föstudagseftirmiðdaginn og var hann í banastuði. Við ákváðum að kíkja í heimsókn til Óla og Steinars áður en við keyrðum upp í hæðirnar. Óli var ekki kominn af leikskólanum þegar við komum en Steinar var alveg til í að spjalla við Steingrím. Þegar Steingrímur krumpaði mottuna á gólfinu með því að skríða yfir hana, kom Steinar og lagaði hana. Svo settist hann við hliðina á honum og fór að klappa honum aðeins á höfðinu. Svo varð klappið aðeins innilegra og hendurnar stefndu á augu Steingríms. Þá spratt Svanhildur á fætur en þá var Steinar fljótur að færa hendunar og fór að klappa hratt yfir ennið á Steingrími í staðinn. Hva, ég var ekkert að gera :-) Svo kom Óli heim og hann bara leiddi bróður sinn í burtu þegar honum fannst hann of nærgöngull við Steingrím. Eftir að hafa dvalið með þeim bræðrum um stund var haldið upp í Breiðholt. Steingrímur borðaði kúfaðan disk í kvöldmatinn og skolaði matnum niður með heilum Svala. Svangur drengur ! Svo var slappað af í stofunni um stund en Steingrímur vildi nú helst fara fram á gang og skoða mottuna þar. Loks var kominn háttatími en lengi heyrðist glaðlegt söngl úr rúminu áður en gefist var upp :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home