Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, October 14, 2006

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ STEINGRÍMUR PÁLL !!!!!!!!

Í dag er Steingrímur hvorki meira né minna en þriggja ára ! Mér finnst það hafa verið í gær þegar ég kom í Arnarhöfðann og sá pínulítinn karl í fyrsta skipti, bara nokkurra daga gamlan. Litla músin er að verða að stórri mús ! Hann brunaði um allt hús í göngugrindinni og er orðinn svo góður í að stjórna henni að hann kippir henni hiklaust til hliðar til að stýra fram hjá hindrunum. Afmælissöngurinn var sunginn fyrir prinsinn og systir hans aðstoðaði við að blása á kertið. Kakan var með Madagaskar þema og var ekkert smá flott. Herrann borðaði hálfa sneið en vildi svo komast á röltið aftur. Hann var í flottri blárri spariskyrtu með slaufu, lítill herramaður :-) Afmælisveislan var skemmtileg og veitingarnar frábærar, góður dagur til heiðurs sætum strák :-) Hann fékk mikið af fallegum fötum í afmælisgjöf svo það verður gaman að dressa hann upp á næstunni :-P

0 Comments:

Post a Comment

<< Home