Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, October 01, 2006

Steingrímur Lokbrá !

Steingrímur svaf þar til 7:40 ! Vaknaði í góðu stuði og borðaði fullan disk af hafragraut og renndi honum niður með ávaxtasafa. Svo var gaurinn að dunda sér við að kanna íbúðina. Hann reyndi að stinga af þegar ég fór að henda ruslinu, var strax kominn hálfur út um dyrnar þó ég væri ekki lengi að skjótast með pokann :D Ekki var hann lystarlaus í hádeginu ! Hann borðaði kjúkling með kartöflum og gulrótum, fullan disk. Hann hefur borðað alveg einstaklega vel alla helgina :-) Kortér í tvö sá ég að augun voru að lokast á litlum karli. Ég smellti honum í rúmið og ákvað að leggja mig aðeins með honum. Ég hrökk svo upp kl. 16:15 og þá var minn ennþá sofandi ! Þyrnirós litla ! Ég vakti hann og hann dundaði í kringum mig meðan ég tók til. Það var plokkfiskur í kvöldmatinn og enn og aftur hvarf fullur diskur ofan í matargatið :D Bara gaman að gefa honum að borða núna :-) Svo skruppum við til Steinku í skrabbl, köku og nammi. Þar þaut Steingrímur um í löbbunni og hræddi Freyju mikið, henni leist ekkert á þetta farartæki :-) Svo var gæinn orðinn ansi þreyttur svo haldið var heim á leið. Nú sefur hann sætt og rótt, öfugur í rúminu eins og venjulega :D

0 Comments:

Post a Comment

<< Home