Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, October 29, 2006

Afslappaður sunnudagur í Möðrufellinu

Við Steingrímur höfðum það bara huggulegt heima í Möðrufellinu á sunnudaginn. Hann vaknaði eldhress rétt um átta og borðaði góðan morgunmat. Svo var sprangað um íbúðina fram að hádegi, en mest var þó gaman að sitja á mottunni sem nú er orðið mikið uppáhald ! Hann borðaði að venju vel í hádeginu og vildi svo leggja sig eftir hádegið, saddur og sæll. Við lúrðum því saman, það var gaman :-) Stubbur var alveg til í stappaðar kartöflur með smjöri með kvöldmatnum og fisk með, var sérstaklega gaman að gefa honum að borða þessa helgi því allt hvarf ofan í hann :-) Þegar hann var kominn í náttfötin fórum við inn í stofu að kíkja á sjónvarpið. Mér tókst að fá hann til að sitja hjá mér smá stund en svo varð hann að fá að sleppa aftur af stað á röltið :-) Loks þurfti lítill maður að fara í rúmið og þegar ég var að setja á hann bleyjuna fyrir nóttina var hann að söngla og endaði svo á að segja já. Já, sagði ég á móti. Þá sönglaði hann aftur og endaði á já ! Aftur sagði ég, já já og brosti. Og þá brosti hann líka, sönglaði og endaði á háu já ! Mjög jákvæður piltur :-) Hann sofnaði um tíu leytið eftir mikið rölt í rúminu og heilmikið babl og söngl :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home