Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Thursday, April 23, 2009

Ferð að skoða vetrarblóm og matarboð

Gæinn vaknaði ekki fyrr en 20 mínútur yfir átta! Jahérna :) Hann var í dúndurstuði í morgun, entist með mér að horfa á teiknimynd í smá stund og brunaði um alla íbúð. Hann borðaði vel af grjónagraut með lifrarpylsu í hádeginu. Svo skelltum við okkur til Steinku systur og fórum með henni upp að Kleifarvatni að kíkja á vetrarblómin. Við fundum fullt af vetrarblómum og Steingrímur fékk að prófa að labba á strönd Kleifarvatns. Honum fannst það bara gaman. Svo fórum við út á Álftanes og skoðuðum stóra hópa af margæsum. Eftir það fórum við til Steinku og hámuðum í okkur brauð og súkkulaðiköku. Litla fannst kakan hreint ekki slæm :) Svo var haldið í matarboð til ömmu stráksa og þar var öll fjölskyldan hans samankomin. Mamma og pabbi fengu knús og herrann skemmti sér konunglega þegar pabbi var að djöflast í honum :) Hann var ekki til í að borða með okkur en þegar haldið var heim á eftir fékk hann sér þorsk með sætum kartöflum og þykkmjólk í eftirmat. Síðan var gæinn þrifinn og tannburstaður og sofnaði nær strax og hann var lagður á koddann. Þreyttur eftir góðan dag :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home