Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, September 21, 2007

Lítil skælimús !

Ég mætti um 4 að sækja krílið á leikskólann og mætti þá móðurinni sem hjálpaði mér með dótið út í bíl. Sumir urðu kátir að sjá hana og fóru beint í fangið á henni :) Við fórum svo heim og slöppuðum af þar til tími var kominn til að bruna til Keflavíkur í matarboð. Steingrímur var hinn hressasti á leiðinni, hló þegar Gunna var að leika við hann og var í góðu skapi. Hann fór um allt hús hjá Ellu og skoðaði, skreið inn í herbergi krakkanna og labbaði með mér um allt. Þegar kom að kvöldmatnum fór að síga á ógæfuhliðina. Hann fór að gráta og gráta og vildi ekki hætta. Hann fékk magamixtúru og loks verkjalyf, en það var ekki fyrr en eftir klukkutíma að hann sofnaði, örmagna. Aumingja karlinn ! Hann borðaði því lítinn kvöldmat, en mér hafði tekist að gabba í hann einn banana áður en við lögðum af stað og hann fékk jógúrt með lyfjunum svo það var þó eitthvað :( Hann svaf hinsvegar eins og engill, vaknaði ekki þegar við fórum heim og ekki þegar hann var settur inn í rúm ! Sefur enn ljúft og rótt og verður vonandi með góða matarlyst á morgun ! Ég keypti plokkfisk handa honum :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home