Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, August 25, 2007

Steingrímur heilbrigðisfulltrúi :-)

Í morgun vaknaði spilandi kátur karl. Hann hló og spjallaði og var glorhungraður þegar kom að morgunmatnum. Hafragrauturinn rann ljúflega niður, svo fór karlinn á röltið þar til tími var kominn fyrir mig að fara í vinnuna. Við brunuðum því upp á Kjalarnes kl. 10 og hlustuðum á skotæfingar. Steingrímur fékk að vísu að vera inni í bílnum enda rok og kalt á Kjalarnesinu. Svo fórum við heim að borða hádegismat, enda unginn orðinn leiður á heilbrigðisfulltrúastarfinu og farinn að orga aftur í. Reyndar róaðist hann verulega þegar honum var rétt kókómjólk :-) Hann var hungraður eins og úlfur þegar kom að hádegismatnum, borðaði nær heilan bakka af plokkfisk, nokkuð sem venjulega dugar fyrir mig og Hildu !!! Eftir hádegið skelltum við okkur í Kringluna. Steingrímur sat hinn rólegasti með krosslagðar fætur þar til við fórum inn í Eymundson. Þar var verið að gefa ókeypis nýja skóladrykkinn, Kappa. Þá reis hann upp og teygði sig eftir fernu. Ekki var annað að sjá en að Kappi smakkaðist vel, amk var hann drukkinn á methraða :-) Svo fórum við heim og höfðum það gott. Steingrímur prufaði nýja hægindastólinn sem amma Guðlaug kom með handa honum og líkaði vel. Hann var í frábæru skapi fram að kvöldmat og þegar kom að því að borða var ekkert mál, borðaði eins og hestur ! Upp úr kl. 8 varð unginn ansi lúinn. Hann fór þá í náttföt og beint í rúmið. Hann var sofnaður fyrir 9 og sefur sætt og rótt

0 Comments:

Post a Comment

<< Home