Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, August 26, 2007

Farið út og suður

Steingrímur vaknaði kl. 6:30 og var manna hressastur. Viðurkenni alveg að ég var ekki eins hress :-) Hann borðaði góðan morgunmat og lék á alls oddi þar til rúmlega hálf ellefu, þá varð hann vælinn og steinsofnaði svo um ellefu. Hann svaf eins og steinn alveg til kl. 1 ! Þá vaknaði hann líka glorhungraður. Þegar hann kom skríðandi eftir ganginum kallaði ég á hann: Steingrímur, komdu og fáðu að borða. Hann sneri strax höfðinu og skreið af stað inn í eldhús. Hann borðaði plokkfisk, brauð með kæfu og smá hafragraut, alveg botnlaus ! Eftir hádegið fórum við og kíktum á nýju íbúðina hennar Magneu vinkonu. Steingrími leist vel á hana og skoðaði hana hátt og lágt. Þegar við settumst út á fínu yfirbyggðu svalirnar hennar stakk herrann okkur af, skreið yfir háan þröskuldinn og fór bara inn í stofu :-) Næsti stopp var svo Byko þar sem við Svanhildur systir vorum að skoða flísar. Steingrímur var líka til í að skoða flísar og greip í nokkur sýnishorn :-) Þá var ferðinni heitið í IKEA. Eftir að hafa skoðað umtalsvert fórum við og fengum okkur smá hressingu. Steingrímur fékk gulrótartertu og féll það í góðan jarðveg. Svo var brunað heim til mömmu minnar. Þar voru Óli og Steinar fyrir. Steingrímur naut góðs af því að búið var að smyrja brauð og sat mamma og mokaði brauðbitum upp í 3 stráka til skiptis :-) Loks fórum við heim og þar rölti gaurinn um stofuna þar til kom að kvöldmat. Hann borðaði nokkuð vel og fékk svo að dúlla sér aðeins fyrir tannburstun og náttföt. Hann var sofnaður rúmlega 9 og kúrir hjá bangsanum sínum :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home