Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, December 20, 2008

Fínn dagur :)

Litli gaur vaknaði hress klukkan sjö og borðaði vel af morgunmatnum. Svo fór hann á röltið, var ekki á því að láta stoppa sig - ýtti mér bara burt ef ég var í vegi fyrir honum :D Þegar kom að hádegismatnum var minn orðinn óþolinmóður. Ég var að stappa kartöflurnar þegar ég heyri hljóð, þá er minn bara að kippa dúknum af borðinu og ávaxtaskálin flaug í gólfið og í þúsund mola! Eplin skoppuðu út um allt en ungi maðurinn stóð grafkyrr og horfði ákveðinn á mig - matinn núna!! Enda borðaði hann vel! Eftir hádegið skruppum við í smá verslunarleiðangur. Við stoppuðum líka hjá Stígamótum og skoðuðum töskusöluna þeirra. Steingrímur reyndi stöðugt að sleppa í stigann en brattir stigar í gömlum húsum eru ekki fyrir unga menn! Eftir verslunarbröltið fórum við til Steinku systur. Steinka var að baka, rosa gaman :D Sumir vildu vera sem mest inni í bílskúr eða inni á bláa baðherberginu. Þegar Gummi opnaði svo út í garð kom hann brunandi en lagði ekki alveg í að fara út, skalf aðeins af kulda í dyrunum. Svo var farið heim á leið. Þegar maturinn var kominn á borðið hringdi síminn. Það voru stóra systir og mamma sem voru að hringja en sumum fannst nóg komið af blaðri, gaf frá sér reiðimurr og teygði út hendurnar eftir matnum! Strax var farið að moka og þá þagnaði murrið samstundis :D Ákveðinn ungur maður !!! Eftir matinn fór ég að færa til sófana til að geta ryksugað bak við þá. Tveir aðilar litu á þetta sem tilboð um að fara inn á svæðið. Ég þurfti því að henda kanínu og strák í burtu nokkrum sinnum til að ná að ryksuga í friði :D Klukkan rúmlega átta fór herrann í rúmið en var í góðum gír til kl. hálf 9. Sefur núna sætt og rótt :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home