Kíkt í Kópavoginn
Steingrímur vaknaði kl. 7:10 í morgun og var í góðu skapi. Borðaði að venju mjög vel af morgunmatnum :) Nema hvað, morgninum var m.a. eytt í að liggja á uppáhaldsmottunni og rymja eins og björn, ýta eldhússtól um gólfið og skreppa upp á stofuborðið. Að sjálfsögðu hámaði hann í sig hádegismatinn, ýsa með gulrótum, kartöflum og brokkólí stöppuðum saman. Eftir hádegi skelltum við okkur til Steinku systur og eyddum deginum þar. Freyja voffi tók að sjálfsögðu á móti Steingrími með votum kossi. Herrann var nú ekki par hrifinn af því. Hann skoðaði nýja húsið en leist strax best á nýja sófanum, sérstaklega staðinn við hliðargluggann. Hann fór þangað aftur og aftur, hossaði sér og mændi út um gluggann tímunum saman. Við fengum okkur gott með kaffinu og sumir borðuðu 2 sneiðar af gulrótarköku :) Við héldum svo heim þegar dimmt var orðið og fengum okkur kvöldmat. Lifrapylsa með kartöflumús. Sumir voru enn saddir eftir daginn og borðuðu bara eina sneið af pylsunni og nokkrar af mús. Svo var maður strippaður svo fötin gætu farið í þvottavélina og sumir stungu af hamingjusamir á nærfötunum og neituðu hástöfum þegar hann átti að fara í náttföt :D Hann beit sig líka fastann á tannburstann :D En svo fór hann í rúmið rétt fyrir átta og sofnaði strax, sæll og rólegur.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home