Hress, velútsofinn prakkari
Ég varla þori að skrifa þetta foreldranna vegna.. en drengurinn svaf alveg til hálf átta!! S.s. í 12 klst! Við vorum því bæði velútsofin og gæinn borðaði tvo diska af hafragraut og sveskjumauki í morgunmat. Síðan kom píparinn og Steingrímur kippti sér ekkert upp við lætin í honum, fór bara og ýtti verkfærunum hans af uppáhaldsmottunni og lagðist þar :D Þetta gerði hann nokkrum sinnum. Svo fór hann að færa sig upp á skaftið og svipti dúknum og öllu með af stofuborðinu! Mér rétt tókst að bjarga því brothætta. Þvínæst klifraði hann upp á borðið, dansaði og dillaði sér þar og horfði á sjónvarp. Hann fór þarna aftur og aftur :D Fékk plokkfisk og brokkólí í hádegismat og borðaði á við tvo fullorðna :) Eftir hádegið fór hann nokkrum sinnum og kíkti á hvað píparinn var að gera og læddist líka á eftir honum fram þegar hann var að fara út með ónýta draslið. Einhver leiðinleg Svava stoppaði hann alltaf, mrrrd. Við fengum okkur brauð í kaffitímanum og greinilegt að sumum finnst mysingur góður. Tvær og hálf brauðsneið hurfu ofan í hann! Svo var hann á ferð og flugi fram að kvöldmat, borðaði hálfan disk enda örugglega enn saddur eftir daginn! Hann sofnaði rétt um átta og sefur enn eins og engill :)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home