Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, November 21, 2008

Lítill þreyttur deplakarl

Ég sótti músina mína í Mosó í dag og fékk loks að sjá hvernig hlaupabólan hafði leikið hann. Karlgreyið er með bólur um allt en til allrar lukku eru þær núna að gróa. Það var erfitt að ná honum í burtu því hann vildi kasta sér í fangið á mömmu sinni, skellihlæjandi :) Það varð ein óvænt uppákoma þegar við keyrðum af stað, heimiliskötturinn stökk skyndilega upp í farþegasætið við hliðina á mér svo ég fékk næstum hjartaáfall!!! Hafði hoppað inn í bílinn þegar hann stóð opinn! Ég sleppti kisu en var að hugsa um að leita í skottinu hvort það leyndust nokkuð fleiri fjölskyldumeðlimir þar!! :D Þegar heim kom tók guttinn rúntinn um íbúðina að vanda en vildi svo bara kúra, grúfa sig niður í uppáhaldsmottuna. Hann borðaði samt ágætlega af kvöldmatnum en það þurfti að taka hann í áföngum. Hann datt svo út af örmagna kl. 19:30 og sefur sætt. Þreyttur lítill gaur!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home