Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, July 27, 2008

Fjölskyldupartí í Kópavogi

Steingrímur svaf til kl. 6 og vaknaði í góðu skapi. Hann borðaði vel af morgunmatnum eins og ég hafði búist við, fékk bæði hafragraut og nýja krakkabananaskyrið. Við eyddum morgninum í ró en fórum eftir hádegi til Steinku systur. Við sátum fyrst úti í garði og fengum okkur köku með Möggu og Steinku systrum mínum. Steingrímur gekk beint til Möggu og settist þegar hann sá hjá henni köku og hún mokaði upp í ánægðan ungan mann :) Steingrími fannst gaman að sitja úti í garðinum og tjúttaði heilmikið á stéttinni. Reyndi líka að stinga af út á heimkeyrslu en var strax stoppaður af afskiptasömum systrum :) Þegar rokið tók að aukast og ský drógu fyrir sólu fórum við inn. Helen og Svanhildur systur mínar komu líka og vappaði gæinn á milli fólksins og snapaði faðmlög :) Hann laumaðist nokkrum sinnum í stigann en var sérstaklega hrifinn af því að vera í eldhúsinu. Við fórum heim um sexleytið og borðuðum kvöldmat. Eftir hann var sá litli orðinn þreyttur og var alveg að sofna þegar fjölskyldan kom að sækja hann um áttaleytið. Vonandi sefur hann sætt og vært í nótt :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home