Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, June 28, 2008

Skroppið í Húsdýragarðinn og farið í bað

Steingrímur vaknaði kl. 3:50 :( Mér tókst að fá hann til að liggja rólegan til hálf fimm, svo reif hann sig á fætur. Hann borðaði mjög mikið um morguninn og var bara hress fram til ellefu. Þá lagði hann sig í hálftíma. Hádegismaturinn var ýsa með kartöflum og hann hvarf hratt ofan í snáðann. Eftir hádegið fórum við í Húsdýragarðinn. Steingrímur var aðeins óviss með sig og krafðist þess að ég labbaði um með honum. Gott að halda aðeins í puttann :) Hann fór í sjóræningjaskipið og kíkti meira að segja á gröfurnar. Honum leist svo ekkert á lætin í þeim :) Honum fannst mjög skemmtilegt að keyra um og hló svo hátt og var það hávær að það fór ekki á milli mála að hann var á staðnum ! Við fengum okkur ís en gaurinn náði ekki að klára sinn. Þá kom hjálpsöm kisa og vildi endilega aðstoða við að klára :D Þegar heim kom skellti snáðinn sér á svalirnar en var það þreyttur er kom að kvöldmat að hann borðaði frekar lítið. Svo skellti ég honum í bað. Fyrst leist honum ekkert á þetta en róaðist svo niður. Svo þegar ég fór að þvo honum var greinilegt að hann grunaði mig um að ætla að drekkja honum því hann hélt þéttingsfast í hendurnar á mér á meðan :D Honum fannst hundleiðinlegt að láta þurrka sér en hló og flissaði þegar hann fékk nýja bleyju. Sofnaði kortér í átta og sefur sætt :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home