Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, October 20, 2007

Herrann vaknaði kl. hálf sjö og var úrillur framan af morgni. Þegar kom að hádegismatnum skreið hann á eftir mér inn í eldhús, reisti sig upp við stólinn og horfði á mig ákveðnu augnaráði - settu mig í stólinn kona og gefðu mér að borða !!! Enda borðaði minn maður nóg, heilan bakka af Gríms plokkfisk, enn og aftur ! Greinilegt að þetta fellur í kramið hjá mínum :D Eftir hádegið brugðum við okkur í heimsókn til mömmu þar sem Steingrímur skemmti sér við að klifra upp í sófann og hnoðast þar :-) Þar á eftir heimsóttum við Steinku systur og þar fékk karlinn blauta kossa frá Freyju hundi sem vildi endilega vera góð við hann. Steingerður bauð honum upp á köku og var því vel tekið - hendinni á henni var stýrt upp að munninum á honum :D Svo var brunað heim og ég eldaði kvöldmatinn. Aftur var minn mættur í eldhúsið tilbúinn við stólinn og aftur var borðað vel. Eftir matinn vappaði hann um alla íbúð fram og til baka, nema inn í herbergið hennar Hildu, það er svo skrítið að hann fer aldrei þangað inn ??! Um klukkan hálf níu var hann að bisast við stofuborðið við hliðina á mér og lagðist svo í gólfið. Hann hreyfði sig svo ekkert og ég lít niður - minn er bara steinsofnaður :D Eins gott að hann var kominn í náttfötin og tilbúinn fyrir nóttina :D Sefur núna sætt og vært.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home