Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, October 21, 2007

Ágætur sunnudagur

Steingrímur vaknaði um kortér yfir sex, hágrátandi. Hann grét til klukkan hálf átta en þá borðaði hann góðan morgunmat og var í nokkuð góðu skapi um morguninn. Ég keypti annan Gríms plokkfisk í Bónus í gær og viti menn, herrann át allan bakkann aftur !! Hlýtur að vera í vaxtarkipp eða eitthvað. Við vorum svo eitthvað að dóla okkur hér fram til kl. hálf þrjú, þá sofnaði unginn skyndilega. Hann vaknaði aftur um hálf fjögur, háskælandi. Við fórum svo í heimsókn til Sifjar og fjölskyldu. Eyrúnu litlu leist ágætlega á hárið á Steingrími og var aðeins að handleika það. Unginn fékk smá Frissa fríska að drekka og fór í gönguferðir um íbúðina með mér og Sif. Svo var haldið heim á leið og eldaður lax í korma sósu. Steingrímur borðaði heilan disk :-) Hann var svo á röltinu fram til rúmlega hálf níu, þá var honum skellt í rúmið. Hann sofnaði um níu leytið og sefur eins og engill :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home