Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, September 29, 2006

Læst úti en komumst loksins heim !

Ég sótti Steingrím á leikskólann einmitt þegar að fóstran ætlaði með hann út. Hann varð ekki ánægður með það, fór að skæla þegar hann var settur í kerruna. Það lagaðist strax og komið var út í bíl. Við brunuðum svo niður í vinnu þar sem fólk kom og heilsaði upp á herrann. Öllum fannst gaman að sjá hvað hann var duglegur orðinn að labba þegar haldið er í puttana :-) Steingrími sjálfum fannst svalirnar og svalahurðin mest spennandi.. kemur á óvart - NOT. Þar sem ég var nú læst úti þurfti ég að nálgast aukalykil hjá mömmu til að komast heim. En mamma var bara ekki heima og ekkert á leiðinni heim virtist vera ! Við brugðum okkur því í heimsókn til Svanhildar og fjölskyldu. Þau sátu úti á tröppum í góða veðrinu. Við Steingrímur ákváðum að sýna þeim hvað gaurinn er orðinn duglegur og hann gekk eins og herforingi í löbbunni fyrir þau. Steinari og Óla fannst labban mjög spennandi og Óli fékk aðeins að prófa. Mamma hans sagði mér að um daginn lá Óli á gólfinu og gerði mjaðmahnykki og sagði svo: Steingrímur gera svona :-) Óli er svo duglegur að hann getur alveg sagt Steingrímur :-) Svo fórum við í gönguferð um Hlíðarhverfið með fjölskyldunni og stoppuðum aðeins á Klambratúni. Jæja, við fórum svo í búð og héldum svo heim á leið til að finna annað sett af aukalyklum fyrst mamma kom aldrei heim ! Helga lumaði á lyklum og við komumst loksins inn :-) Herrann hámaði í sig kvöldmatinn og brosti ánægður þegar hann sá kókómjólkina á borðinu :-) Ólafur og Helga nágrannar mínir fengu að koma inn og heilsa upp á hann eftir matinn og þeim fannst hann orðinn ekkert smá duglegur að labba ! En nú liggur herrann í rúminu og umlar værðarlega. Virðist alveg vera að detta inn í draumalandið. Á morgun leggjum við land undir fót og förum í afmæli !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home