Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, October 21, 2005

Hundaafmæli og nýtt rúm :-)

Ég sótti Steingrím í Mosó í dag og brunaði beint með hann til Steinku systur. Hún var að halda upp á 2 ára afmæli Freyju. Og nei, Freyja er ekki barn, hún er gulur, afar fjörugur hundur :-) Þegar við komum var hún ekki sorgmædd, og enn glaðari varð hún þegar ég gaf henni harðfisk í afmælisgjöf :-) Hún kyssti líka Steingrím til hamingju með afmælið hans :-) Herrann var ekki spenntur fyrir kvöldmatnum, en borðaði þó hálfa kartöflu stappaða í sveppasósu. Hann fékk svo mjúka mjólkurafurð til að fylla magann og var sáttur við það. Síðan töltum við upp að spjalla og horfa á fréttir. Mamma var líka þarna í afmælinu, og þegar við sátum í sófanum fór hún að spjalla við Steingrím og strjúka á honum vangann. Steingrímur hallaði þá höfðinu í lófann á henni og hélt svo um hendina. Afar huggulegt, greinilegt að ekki var leiðinlegt að fá gælur frá "ömmu". Síðan kom Bósi í pössun. Bósi er eiturhress hvolpur sem er nágranni Steinku og Freyju. Honum fannst ekki slæmt að vera kominn í pössun og vildi spjalla við alla, líka Steingrím :-) Svo Steingrímur fékk 2 hundakossa þetta kvöldið :-) Svo var haldið heim á leið og lítill þreyttur gaur lagður til svefns í nýja rúminu. Þetta er fínasta rúm, og miðað við hve snöggur hann var að sofna hlýtur það að vera í lagi. Jæja, best að sofna, sumir munu vakna SNEMMA !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home