Idol gláp hjá Sif og Örnu
Við Steingrímur brunuðum frá Mosó og beint í Mávahlíð til Örnu og Sifjar. Steingrímur fékk lifrakæfu og jógúrt í matinn. Lyfin fóru beint niður í fyrstu tilraun, ómulin. Hvernig tókst mér það ?? Jú, það er kannski uppeldislega rangt..... en.... lyfin fóru niður með súkkulaði. Já herrar mínir og frúr, í heilu lagi runnu þær niður með Mars súkkulaði. Svo var bara borðað ágætlega á eftir. Stundum helgar tilgangurinn meðalið, þó svo þarna sé um nammi að ræða mætti grípa til þessa ráðs ef erfitt er að fá hann til að gleypa lyfin. Steingrímur var mjög hress, skreið út um allt og reisti sig upp við borð og stóla. Hann reisti sig alveg upp við stól, gekk meðfram honum og reyndi að flytja sig yfir á borðið. Það var aðeins of lang á milli, svo hann færði sig til baka. Var mjöög duglegur. Herrann sofnaði um kl. hálf 10, og sefur enn eins og dúkka :-)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home