Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, February 19, 2006

Þyrnirósarstrákur

Steingrímur svaf eins og engill í nótt, þrátt fyrir að fullur karl hafi hringt dyrabjöllunni ruddalega kl. 5 í morgun (grrr). Hann borðaði morgunmatinn af sæmilegum áhuga, og fór svo að leika sér. Hann sofnaði svo rétt um tíu og svaf til rúmlega 12. Hann borðaði mjög vel í hádeginu, engin vandræði, og drakk vel. Eftir hádegið skelltum við okkur í Smáralindina til að kaupa hárblásara handa Hildu. Eftir stuttan stopp í Hagkaup hittum við pabba og mömmu herrans sem voru í kaupatúr :-) Við fórum næst í heimsókn til Steingerðar systur þar sem Steingrímur fékk góða köku að borða (engin vandræði að fá hann til að borða hana :-)) og fékk líka koss frá Freyju hundi. En Þyrnirós litla var ekki búin með 100 ára blundinn, augun lokuðust þegar kakan var búin. Þegar kominn var tími til að fara heim rumskaði hann ekki þegar ég var að klæða hann í, opnaði aðeins augun þegar ég setti hann inn í bíl en svaf alla leiðina heim !! Ótrúlega sybbinn ! Hann opnaði fyrst augun þegar ég stoppaði fyrir utan húsið heima. Hann var ánægður með að koma heim og skreið strax að næsta skáp og reisti sig upp :-) Duglegi strákur !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home