Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, March 05, 2006

Kringluferð og heimsókn

Eftir hádegismat skelltum við Steingrímur okkur í verslunarleiðangur. Fyrst fórum við í Byko, þar sem við skoðuðum leirtau. Því næst fórum við í Kringluna og röngluðum þar á milli búða. Steingrími fannst mjög gaman að skoða í kringum sig. Síðan fórum við til mömmu þar sem við hittum systur mínar, þær Helen og Steinku og Gumma mág. Þau voru öll mjög hrifin að sjá hvað Steingrímur er orðin duglegur að reisa sig upp og ganga með. Steingrímur fór út um alla íbúð, og fékk líka skoðunarferð með Gumma, sem var líka að láta hann ganga með því að halda í hendurnar á honum. Mamma prófaði líka að láta hann labba :-) Svo héldum við heim á leið og ég fór að hafa til kvöldmatinn. Steingrímur kom strax skríðandi inn í eldhús og reisti sig upp við vaskinn, vildi vera með :-) Hann borðaði mjög vel af kvöldmatnum og drakk meira en einn eplasafa. Varð alveg snar þegar sá fyrsti var búinn og róaðist ekki fyrr en hann sá nýju fernuna :-) Núna er ró komin yfir ungann, er lagstur í rúmið og fer að sofna fljótlega :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home