Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, May 19, 2007

Heimsókn til Sifjar og sumir stríða mér í kvöldmatnum

Steingrímur svaf eins og engill í nótt og vaknaði ekki fyrr en kortér í átta. Hann borðaði góðan morgunmat og fór svo að rölta um alla neðri hæðina. Eins og í gær var hann í góðu skapi, spjallaði heil ósköp og brosti allan hringinn. Í hádegismat var ýsa í mexikósósu og borðaði minn maður heilan kúfaðan disk :-) Eftir hádegi tók hann stuttan blund, svo skelltum við okkur til Sifjar vinkonu í heimsókn. Þær systur Arna og Eyrún voru í stuði og gaman að kíkja á þær. Steingrímur fékk að smakka á skyrtertu og fannst hún bara mjög góð :-) Eftir huggulegan eftirmiðdag í Lautarsmáranum var haldið heim á leið. Þegar kom að kvöldmatnum var Steingrímur kátur og tók hraustlega til matar síns. Þegar ég rétti honum bita stýrði hann hendinni að munninum. Þar til allt í einu að hann greip í hendina, færði hana að munninum en síðan í burtu. Svo skælbrosti hann :-) Þetta endurtók hann aftur og aftur, og ég sagði við hann: ertu að stríða mér ? Hann brosti og flissaði ennþá meira, svo eftir smá stund stýrði hann bitanum í munninn á sér. Hahahah, sumir geta verið stríðnispúkar !! Svipurinn á honum var óborganlegur ! Eftir matinn rölti herrann um og kíkti aðeins á sjónvarpið. Hann liggur núna í rúminu en er ekkert á því að sofna, glaðlegt spjall heyrist og enginn syfjutónn ! Óli Lokbrá hlýtur samt að kíkja við fljótlega :-)

1 Comments:

At 3:00 AM, Blogger Védís said...

Gaman að sjá hvað drengurinn er orðin stór og duglegur.
Greinilega kátur þessa dagana :)

Kveðja,
Védís

 

Post a Comment

<< Home