Kátur karl kemur í heimsókn :-)
Steingrímur var spilandi kátur þegar ég sótti hann á leikskólann. Þegar ég kom að sækja hann var hann að leika sér í sandkassanum og var skælbrosandi. Ekki minnkaði góða skapið þó að honum væri þvælt í Bónus og að skoða íbúð með okkur. Þegar heim var komið fór hann þegar á röltið og tékkaði á íbúðinni. Hann borðaði vel af kvöldmatnum og lyfin runnu niður án vandræða. Rétt fyrir níu var honum smellt í rúmið og þá fyrst komu einhver smá mótmæli. Hann var enn í stuði og ætlaði ekkert að fara að sofa. En jafnvel mestu stuðboltar verða að gefast upp að lokum :-)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home