Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, April 22, 2007

Heimsókn í Mávahlíð og hressari kall

Steingrímur vaknaði aftur úrillur og var mjög órólegur allan morguninn. Hann sofnaði svo í um 10 mínútur um hádegið, vaknaði frekar svekktur en borðaði samt vel. Eftir hádegið skelltum við okkur aðeins í Kringluna. Steingrími þótti það ágætt, var aðeins að væla en sat annars með krosslagða fætur alveg svakalegur gæi. Margir sem gengu fram hjá brostu við að sjá hann þannig :-D Svo skelltum við okkur í heimsókn í Mávahlíðina. Þeir bræður Óli og Steinar voru í dúndur stuði. Óli fór að herma eftir hljóðunum hjá Steingrími og getur nú sagt nafnið hans lýtalaust, kallar hann ekki "grimmur" eins og fyrst :-) Steingrímur var mun hressari þarna en áður og þegar við komum heim var hann bara eiturhress - var gamli góði Steingrímur. Við mæðgur vorum báðar sammála um það. Enda gekk vel að koma í hann kvöldmatnum. Hann var svo á ferð og flugi um íbúðina þar til kom að háttatíma. Enn heyrist hljóð úr rúminu en hann er samt frekar rólegur. Gaman að sjá hann svona hressan :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home