Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, February 26, 2005

Góður morgun, ferð í Smáralind

Steingrímur vaknaði kl. 7 og var í góðu stuði. Hann fékk töfluna sína og slappaði svo af með dótið sitt. Tók rauða hringinn með hvítu doppunum og lék sér heillengi með hann. Hann setti hann upp að munninum og talaði og hló í gegnum gatið :-)) Svo var tekinn lúr frá rúmlega hálf tíu til ca. kortér yfir ellefu og þá fengum við okkur pasta í hádegismat. Ekki var annað að sjá en pasta með skinkubitum og ostasósu væri bara fínasti matur fyrir litla mann sem borðaði vel. Síðan drifum við okkur í Smáralindina með Gunnu og Óskari syni hennar. Óskar var afar hrifinn af Steingrími og fengu þeir félagarnir aðeins að spjalla. Þegar þau fóru heim röltum við Steingrímur um og skoðuðum í búðir. Þegar við vorum að bakka út úr búð með nýjann náttgalla á herrann rákumst við á mömmu, pabba og Evu ! Voru það fagnaðarfundir :-) Og þá fékk ég að vita að ekki væri góð hugmynd að láta gæjann sofa svona lengi á morgnanna, enda nú er klukkan að verða 4 og minn enn í stuði :-) Við keyptum lítinn bolta í Hagkaup sem sló alveg í gegn, sjá myndir hér að neðan. En nú erum við að fara að undirbúa ferð í afmæli, meira síðar !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home