Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, February 18, 2006

Óli Lokbrá er besti vinur Steingríms

Þessi dagur hefur verið alger svefndagur. Steingrímur vaknaði kl. 7 og var bara hress. Hann var hinsvegar ekkert hrifinn af því að borða morgunmat og það var því nokkur barátta að koma í hann lyfjunum. Það tókst þó að lokum og þá fór hann að leika sér. Klukkan 8:45 sofnaði hann aftur. Ég ákvað að leggja mig með honum og við lágum saman í rúminu mínu. Ímyndið ykkur undrun mína þegar ég vakna við símann kl. 11:30 og Steingrímur er enn steinsofandi við hliðina á mér !!!! Hann borðaði ágætlega í hádeginu, 1 sneið af lifrarpylsu og soðið grænmeti. Hann sofnaði svo aftur kl. 1 og svaf til kl. 3 !!!! Við fórum í Rúmfatalagerinn og keyptum sæng, kodda og ný rúmföt. Herrann sofnar því í Care Bear rúmi í kvöld, á rúmfötum nýkomin úr þurrkaranum, heit og mjúk :-) Svo fórum við í heimsókn til Óla, Steinars og co. Þar var Steingrímur alger stjarna, reisti sig upp við sófann og gekk með, skreið um allt og var rosalega duglegur ! Óli spjallaði við hann, og reyndi að stela snuddunni hans :-) Svo fórum við heim á leið. Ekki gekk vel í fyrstu að fá herrann til að borða, en að lokum samþykkti hann banana, og át heilan banana og pínu nautahakk með pasta. Er nú að hamast í rúminu, gengur hringinn og krafsar í hliðarnar :-) Kannski að Óli Lokbrá, sem hefur verið hans besti vinur í dag, kíki við fljótlega ?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home