Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, March 26, 2006

Kaffihús og kíkt í Bólstaðarhlíð



Við Hilda náðum í prinsinn í gær og skelltum okkur svo í Kolaportið. Þar hittum við ömmu hennar Hildu sem heilsaði upp á Steingrím. Síðan fórum við í smá gönguferð um miðbæinn í góða veðrinu. Við fórum að Tjörninni, en gæsirnar, endurnar og svanirnir voru öll fjarri bakkanum enda enginn að gefa þeim. Við skelltum okkur svo inn á kaffihús til að fá smá hressingu. Ég pantaði gulrótarköku, minnug þess hvað unginn var hrifinn af henni síðast. Og það hafði ekkert breyst :-) Nammi nammi :-) Eftir þessa ljúfu hressingu fórum við í heimsókn til mömmu í Bólstaðarhlíð. Þar voru Óli og Steinar fyrir, allt fullt af börnum :-) Steingrímur skoðaði sig um, allt fullt af flutningskössum og spennandi dóti. Ungi maðurinn lagði sig aðeins í fanginu á mér. Við borðuðum svo kvöldmat uppi í Möðrufelli og eftir hann var sá stutti í góðu fjöri. Hann sofnaði ekki fyrr en kl. hálf ellefu, eftir mikið spjall :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home