Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, August 19, 2006

Sumarbústaðarsæla

Jæja, við brunuðum yfir heiðina í glampandi sólskini yfir að Ölfusborgum. Við stoppuðum aðeins til að kaupa sólarskerm til að hlífa litlum karli í sætinu sínu. Téður karl var alveg til í að færa skerminn til aðeins og kostaði það smá lagfæringar :-) Okkur var vel tekið í bústaðnum af mömmu og nokkrum kanínum sem vöppuðu í kringum húsið :-) Helen systir kom svo með Sölku, 10 ára stelpu sem hún var að passa. Steingrímur skoðaði húsið en var fljótur að finna mest spennandi staðinn: Pallinn úti. Hann skreið beint út ef hurðin var opnuð og stóð súr á svip upp við dyrnar og trommaði á hana ef hún var lokuð. Við vorum ekki allt of hrifnar af því að hann væri of lengi úti, verandi kvefaður, en minn maður þekkti hljóðið þegar hurðin opnaðist og kom um leið brunandi út :-) Litli prakkari ! Sat svo hæstáægður í dyrunum og naut útiloftsins. Mamma læstist inni á klósetti og var það ævintýri dagsins ! Steingrímur lét sér fátt um finnast við þau læti, notaði bara tækifærið og laumaðist enn og aftur út á pall. Herrann borðaði stóra stappaða kartöflu í kvöldmat og svo kjöt í karrí. Hann var hinsvegar svo þreyttur eftir að reyna að stinga okkur af út á pall að hann var sofnaður kl. 8:45 ! Ótrúlega snemmt ! Hann svaf sætt í litríku ferðarúmi sem fylgdi bústaðinum :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home