Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, January 06, 2007

Heimsókn hjá hressum gaurum og borðað sofandi

Herra Steingrímur vaknaði hágrátandi kl. 6 í morgun. Honum var þá kippt upp í stóra rúmið þar sem hann fékk nýja bleyju og knús. Hann hélt áfram að kvabba af og til þar til hálf sjö, þá sá ég mér til undrunar að hann sofnaður aftur ! Ég þurfti svo að vekja hann um átta til að fá lyfin og morgunmat. Morgninum var eytt í rölt um íbúðina og mottuskoðun. Þegar ég brá mér á klósettið þá kom unginn skríðandi inn á klósett og reisti sig upp við hnén á mér. Hann tók svo í hendurnar á mér og vildi fá mig með sér í labbitúr. Ég var nú ekki í bestu stöðunni fyrir það, en tókst að semja við herrann um að bíða við baðbarminn meðan ég hysjaði upp um mig :-) Við fengum okkur ávaxtagraut með mjólk í hádegismat og borðuðum bæði vel. Eftir smá afslöppum skelltum við okkur í Kringluna. Þar keypti ég kleinu og svala handa unganum og kláraði hann hvoru tveggja á skömmum tíma. Þvínæst skelltum við okkur í heimsókn til Óla og Steinars. Þeir voru hressir að vanda og til í að spjalla við Steingrím. Steinar var svo kumpánalegur að hann vildi leggjast ofan á hann, en við það fór Steingrími að kitla svo hann skellihló. Það fannst þeim bræðrum gaman. Þeir voru líka að sýna honum dótið sitt. Þegar kom að kvöldmati héldum við heim á leið. Ég bjó til kássu úr afgangnum af kjúklingnum frá því í gær og um leið og hún var tilbúinn ætlaði ég að sækja herrann í matinn. Þá lá hann með lokuð augun og var að sofna ! Ég var snögg til og skellti honum í stólinn og fór að mata hann. Hann opnaði ekki augun, hausinn datt til og frá en hann borðaði fullan disk af kássu og drakk kókómjólk með, þó hann væri í raun sofandi !! Eftir matinn klæddi ég hann í náttföt og við það vaknaði hann mjög úrillur. Varð líka mjög fúll þegar tannburstinn birtist. Nú er hann að tjútta í rúminu, spurning hvenær hann sofnar !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home