Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, January 05, 2007

Huggulegt en myndavélalaust kvöld

Þegar ég mætti á leikskólann að sækja gaurinn var hann að bruna út úr stofunni um leið og ein fóstran opnaði hurðina. Alltaf að bíða eftir að sleppa fram, sögðu þær :-) Hann sat brosandi á bekknum meðan ég klæddi hann í og svo labbaði hann sjálfur í löbbunni alveg út að bíl ! Duglegur karl. Að vísu þurfti ég að stoppa hann í því að skreppa inn í sal á leiðinni, en annars gekk þetta vel :-) Við fórum svo og sóttum Svanhildi, Guðlaugu og Steinar og fórum út í kirkjugarð og kveiktum á kerti á leiðinu hans pabba. Hann hefði orðið 86 ára í dag. Steingrímur sofnaði á leiðinni þangað og svaf alveg þangað til við vorum komin heim. Hann tók því bara vel að láta vekja sig, til allrar lukku :-) Þegar upp var komið ætlaði ég að ljósmynda piltinn en þá kom í ljós að myndavélin var rafmagnslaus :(( Og myndavélasíminn góði dó í polli um daginn. Þannig að því miður verða engar myndir af herranum í kvöld. Við borðuðum kjúlla í kvöldmatinn með hrísgrjónum og salati. Steingrímur borðaði vel nema hann lýsti frati á salatið. Þessu var skolað niður með vænum slurk af kókómjólk. Þar sem gaurinn hafði sofnað um daginn var hann ekki alveg á því að sofna strax. Hann fór í rúmið um kl. 9, en sofnaði ekki fyrr en kl. 10 og var þá búinn að tölta um allt rúm :-) Við kaupum rafhlöður á morgun og þá sjáið þið myndir af lubbaling :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home