Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, April 01, 2007

Afmælisboð og afslöppun

Við vöknuðum rétt um kl. 7 í morgun. Steingrímur var mun skapbetri í dag en í gær, lítið var um skælur. Hann borðaði góðan morgunmat og fékk svo að rúnta um húsið til kl. hálf ellefu en þá fórum við í afmæli til Óskars hennar Gunnu. Þar var boðið upp á súkkulaðiköku, nokkuð sem mínum manni fannst hreint ekki leiðinlegt. Hann brosti út af eyrum af ánægju meðan hann var að háma hana í sig. Hann fékk líka að rúnta þarna um sem honum fannst ekki leiðinlegt. Í eftirmiðdaginn varð hann þreyttur og lagði sig. Ég ákvað að fá mér smá kríu líka og vorum við bæði hin hressustu þegar við vöknuðum - kortér yfir sex ! Hann borðaði mjög vel af kvöldmatnum, plokkfisk með kartöflusalati. Síðan höfðum við það gott fyrir framan sjónvarpið og nutum lífsins. Um kl. 10 setti ég hann í rúmið, um ellefu var hann steinsofnaður. Við ættum að vera vel úthvíld bæði eftir þennan rólegheita sunnudag :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home