Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, April 20, 2007

Syfjaður snúlli

Þegar ég kom að sækja gaurinn á leikskólann var mér sagt að hann hefði átt frekar erfiðan dag, hefði verið verulega pirraður. Hann var samt í góðu skapi þegar ég kom og vappaði fram í löbbunni og var hin samvinnufúsasti meðan ég klæddi hann í fötin. Við skruppum svo í smá heimsókn til Svanhildar, þar sem Óli kíkti á vin sinn og sendi honum leiftrandi bros. Mamman dúkkaði svo upp á svæðinu með húslyklana og knúsaði gæjann aðeins í leiðinni. Þegar heim kom fór unginn á röltið en varð fljótt órólegur og óánægður. Hann fór svo að háskæla einmitt þegar Helga vinkona stoppaði við með grænmeti handa mér. Hann bræddi mig alveg með því að vilja bara vera í fanginu mínu og eftir smá stund róaðist hann í fanginu - aðeins of mikið! Hann var s.s. að sofna rétt rúmlega sex. Mér tókst aðeins að halda honum vakandi en hann sofnaði loks í fanginu á Hildu. Ég vakti hann svo tíu mínútum seinna við litlar vinsældir og náði að koma í hann smá kvöldmat. Það gekk svona la la, en amk fóru nokkrar skeiðar sína leið. Klukkan átta var unginn háttaður og settur í rúmið. Í þetta sinn var ekkert tjútt og djamm, hann sofnaði mjög fljótt enda sögðu leikskóladömurnar að hann hefði aðeins sofið í 5 mínútur hjá þeim ! Nú sefur hann eins og engill,vonandi vel í alla nótt :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home