Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, May 31, 2008

Fjör í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Steingrímur vaknaði kl. hálf sjö og var bara í góðu skapi. Hann borðaði vel af morgumatnum og fór svo á röltið eins og venjulega. Þegar nær dró hádeginu var minn maður orðinn ansi úrillur en það lagaðist þegar hann fékk að háma í sig fullan disk af ýsu og kartöflum. Eftir hádegið skruppum við í Bónus og héldum svo í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þar hittum við Svanhildi og Ragnar sem voru með Óla og Steinar við stóra sjóræningjaskipið. Steingrímur tölti strax af stað þegar ég tók hann úr kerrunni og brunaði beint að skipinu. Hann klifraði upp í það án aðstoðar og skoðaði sig um :D Hann labbaði svo aftur út og fór að rölta um svæðið. Hann klifraði upp brekku umhverfis skurðgröfurnar án vandræða, þurfti hinsvegar aðeins hjálp á leiðinni niður. Hann fór svo og skoðaði litlu húsin sem eru við hliðina á skipinu og skellti sér upp í bíl sem þar er og sneri stýrinu aðeins. Svo fór hann með bræðrunum í kastala sem er þarna líka og vappaði fram og til baka eftir brú sem honum fannst greinilega mjög skemmtileg. Svanhildi og Ragnari fannst ótrúlegt hvað gaurinn er orðinn duglegur að labba og hreyfa sig. Hann fékk svo ís frá þeim en borðaði ekki mikið af honum, smakkaði aðeins. Síðan töltum við yfir til dýranna og Steingrímur horfði nokkra stund á selina. Honum fannst hin dýrin ekki eins spennandi. Næst var haldið heim á leið þar sem herrann borðaði tvær brauðsneiðar með kæfu og fékk smá kleinuhring í eftirmat. Hann dútlaði sér svo hér um íbúðina þar til kom að kvöldmatnum og þá var tekið mun hraustlegar til matar síns en í gær! Enda búinn að hreyfa sig ekkert smá í dag :) Hann var líka búinn á því klukkan hálf átta, teygði upp hendurnar og lét mig bera sig inn í rúm. Sofnaði nær samstundis :) Góður dagur hjá litlum karli.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home