Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, May 30, 2008

Sprækur strákur :)

Þegar ég kom á leikskólann og sótti músina tók hann utan um fæturnar á mér og knúsaði mig svo að ég missti næstum andann þegar ég tók hann upp :D Hann er svo góður. Við töltum í rólegheitunum út í bíl og var herrann kátur að komast út. Þegar heim kom fékk hann sjálfur að labba upp stigann og hann gekk beint að dyrunum mínum og beið þar. Þekkir sig greinilega :) Þegar inn kom brunaði hann inn í stofu og byrjaði að hnoðast í sófanum. Svo var öll íbúðin tekin í gegn að venju, kíkt í eldhúsið og Hildu herbergi. Við skoðuðum aðeins taubækurnar sem ég fékk handa honum og hann var bara nokkuð áhugasamur. Þegar mamma hans kom við með töskuna hans reyndi litli prakkarinn að sleppa, enda afar hrifinn af því að fara upp stigann. Hann fékk að tölta upp einn stiga en var svo borinn spriklandi inn aftur :D Ég var svo að taka myndir af honum og rölti hann þá til mín og kíkti á myndavélina. Ég sagði, sjáðu þarna er Steingrímur og sýndi honum myndina og hann horfði lengi á hana og glotti smá :) Hann borðaði ekkert mikið í kvöldmatinn, enda víst afar duglegur að borða í leikskólanum í dag. Rúmlega hálf átta fór hann að nudda augum og var þá skellt í náttföt og tannburstaður. Hann sat svo aðeins með mér og skoðaði bækur. Þegar hann fór að vola og vilja faðma mig vissi ég að tími var kominn á að kúra. Ég lagði hann í rúmið og um leið kom smá bros á andlitið. Augun lokuðust örskömmu síðar og hann sefur sæll og góður :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home