Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, February 26, 2005

Afmælisveisla :-) og háttatími

Við Steingrímur fórum í 4 ára afmælisveislu Margrétar Erlu, dóttur Ágústu. Á staðnum var heill hópur af gæjum. Aron Ingi og Sindri eru aðeins eldri en Steingrímur en Óskar litli er 11 mánaða. Þessir gæjar sáu um að halda fjörinu í afmælinu gangandi. Aron Ingi kom og reyndi að gefa Steingrími að drekka úr tómri Fresca flösku og var hann hissa á því að ekkert var í henni, opnaði munninn tilbúinn að drekka. Gaurinn fékk svo að bragða á tertunum og fannst það alls ekki leiðinlegt. Mmmmm, rjómi og súkkulaði ! Svaka stuð að fara í afmæli. Að vísu var Óskar aðeins of innilegur í áhuga sínum á Steingrími og úr varð smá grátur, en það fannst Óskari bara fyndið. Hinn jafnaði sig til allrar lukku fljótt. Kvöldmaturinn var svo ýsa með kartöflum, smjöri og brokkóli og var tekið vel við. Steingrímur fór svo í nýja náttgallann og fékk að horfa á brunadrama með mér út um gluggann, en það kviknaði í raðhúsinu hérna við hliðina á ! Svo fór unginn í rúmið kortér í níu og sofnaði nær því um leið. Og þar sefur hann sætt og rótt :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home