Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, November 30, 2007

Magapínukarl

Ég kom og sótti drengsa á smurbrauðsstofu ömmu sinnar þar sem hann sat á stól og hámaði í sig brauð. Hann reyndi svo fljótlega að fá mig til að fara út, leiddi mig að dyrunum :-) Við fórum svo heim og höfðum það huggulegt fram að kvöldmat. Herrann tölti um allt og var að opna og loka hurðum, endaði á að loka sig inni í eldhúsi í myrkrinu og fór að skæla og rétti upp hendurnar svo ég gæti tekið hann þegar ég opnaði. Um 7 þegar við ætluðum að fara að borða fór hann að háskæla. Skömmu síðar var bleyjan full og fékk hann nýja og róaðist aðeins. Eftir örskamma stund hófst gráturinn aftur og í þetta sinn grét hann í um 40 mín, þá varð bleyjan aftur full. Eftir það tókst mér að gabba í hann nokkrar skeiðar af góðu spaghettikjötsósunni hennar Kristínar vinkonu en lystin var lítil. Hann steinsofnaði upp úr 8 og hrýtur við hliðina á mér !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home