Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, February 29, 2008

Dauðþreyttur lítill gaur

Það var aldeilis flottheit í dag, mamma kom með að sækja herrann á leikskólann. Við mættum inn í salinn og sáum hann reyna að stinga af inn í annað herbergi. Opnaði hurðina sjálfur og allt, verður æ betri í að stinga af :) Mamman skilaði okkur heim í Skipholtið og unginn tölti strax af stað um allt. Eldhúsið var skoðað vandlega og klósettið líka. Ég fór að ryksuga og þá elti mig einhver og hreinlega vafði sig utan um ryksuguna ! Lagðist svo í veg fyrir hana á mottunni :) Gunna vinkona kom svo í heimsókn með strákana sína og var alveg dolfallinn yfir því hvað hann er orðinn duglegur að labba. Steingrímur montaði sig heilmikið, labbaði um með hendina niður í buxunum að aftan, stoppaði og klóraði sér í kollinum og sýndi vel hvað hann er orðinn öruggur að ganga. Gæi! Strákarnir drógu fram gömlu dýnuna hennar Hildu og fóru að leika, Steingrími fannst það ekki slæm hugmynd, skellti sér upp á dýnuna og hossaði sér :). Hann borðaði plokkfisk í kvöldmat, en lystin var ekki eins góð og oft áður. Borðaði "bara" hálft box :) En kortér í sjö var minn örmagna !! Hann steinsofnaði fimm mínútur í sjö. Mig grunar að sumir munu vakna snemma...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home