Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, February 09, 2008

Órólegur dagur

Unginn vaknaði kl. 6 og skældi í um klukkutíma. Hann borðaði ekki vel af morgunmatnum og var órólegur allan morguninn, vildi lítið gera annað en að leggjast niður og skældi oft. Hann brá sér aðeins inn í herbergið hennar Hildu og gekk meðfram rúminu hennar. Hún rumskaði og hélt fyrst að þetta væri kanínan. Hann borðaði ágætlega í hádeginu, en ekki svo mikið. EFtir hádegið fórum við til mömmu og hittum þar Sif og Örnu Ösp. Steingrímur brunaði um allt heima hjá mömmu og kom sér svo fyrir í gestaherberginu og vildi ekki fara þaðan. Varð bara fúll þegar ég kom inn og truflaði hann. Svo fórum við heim rétt um fimm en þá var hann alveg að sofna. Hann vaknaði upp þegar ég bar hann inn úr bílnum og grét í tvo tíma. Hann borðaði lítið í kvöldmatinn og sofnaði skömmu eftir það. Hann er mjög stíflaður og kvefaður, sennilega það sem er að angra hann. Hrýtur eins og togarasjómaður!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home