Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, September 28, 2008

Kíkt í heimsókn í Mávahlíðina

Steingrímur svaf til klukkan hálf átta!! Við vorum því bæði mjög hress þegar kom að morgunmatnum :) Við chilluðum fram að hádegi og unginn borðaði að venju mjög vel, 2 diska af grjónagraut. Eftir hádegið brugðum við okkur aðeins í Kringluna m.a. til að kaupa meira að drekka. Sumir urðu mjög kátir þegar þeir sáu kókómjólk fara ofan í körfuna :D Svo fórum við í Mávahlíðina. Ég var með pakka handa bræðrunum Óla og Steinari og urðu þeir afar kátir að fá fiskaspil. Steingrímur var ekki sáttur við að glerdyrnar milli stofnunar og gangsins væru lokaðar, langaði til að komast í stigann. Hann fékk svo að fara fram á pallinn undir eftirliti en lagði ekki einn í stigann. Fannst hann hinsvegar mjöööög spennandi :) Hann settist aðeins með strákunum sem voru að horfa á mynd í tölvunni en fannst það ekkert skemmtilegt og stakk af. Svo fórum við heim og bjuggum til pizzu í kvöldmatinn. Steingrímur borðaði ágætlega og var síðan á röltinu ánægður og hamingjusamur þar til kom að háttatíma. Hann sofnaði strax og hann var lagður í rúmið litla mús :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home