Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, September 27, 2008

Mikið að gera í dag

Steingrímur vaknaði kl. hálf sjö en við kúrðum saman uppi í rúmi til sjö. Hann borðaði tvo diska af hafragraut og fór svo í stofuna að hnoðast. Við hlustuðum á tónlist allan morguninn og Steingrímur undi glaður við sitt, alveg rólegur og svo þögull stundum að ég þurfi að tékka hvort hann væri vakandi! Hann var með ótrúlega matarlyst í hádeginu, ég skil ekki hvert allur þessi matur fer :) Svo skelltum við okkur í Spilavini á Langholtsvegi þar sem ég keypti spil handa litlu frændum mínum. Steingrímur sá þarna stiga sem var ansi spennandi en eftir nokkur slagsmál fékkst hann til að sitja eins og engill á litlum kolli meðan ég borgði. Næst fórum við í heimsókn til mömmu minnar. Þar fann gaurinn ný húsgögn til að hnoðast í :) Hann fékk svo ristað brauð með osti að gæða sér á og fannst það hreint ekki slæmt. Næsti stopp var hjá Steinku systur. Þar er allt í róti þar sem hún er að flytja. Við skruppum með henni aðeins á snyrtistofu og naglasnyrtirinn átti ekki til orð yfir hvað drengurinn væri fallegur :D Hann fékk smá súkkulaði frá henni og var afar ánægður með það. Loks héldum við heim og drengsi fékk sér frekar lítinn kvöldmat. Ekkert skrítið miðað við allan matinn sem hann borðaði um daginn! Hann fór upp í rúm kortér yfir átta en í 20 mínútur heyrðist spjall úr rúminu. Nú sefur hann sætt :D

0 Comments:

Post a Comment

<< Home