Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, May 30, 2009

Viðburðaríkur dagur :)

Steingrímur vaknaði rétt fyrir sjö og var í góðu skapi. Borðaði tonn af hafragraut og brunaði svo inn í stofu og horfði aðeins á skrípó. Talsverðum tíma var eytt á uppáhaldsmottunni og mikið sungið. Hann borðaði mjög vel í hádeginu og eftir matinn brunuðum við í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn með Svanhildi, Óla og Steinari. Þar voru líka u.þ.b. 90% þjóðarinnar! Kerran mín reyndist með sprungið dekk svo Steingrímur endaði á því að vera keyrður um í stórum hjólastól!! Við komumst eftir troðning í gegnum mannfjöldann að leiktækjunum í fjölskyldugarðinum og hittum þá engar aðrar en ömmu, Siggu frænku og Evu stóru systur :) Steingrímur brunaði til Siggu og gaf henni knús :))) Þær voru í Candy floss biðröðinni og við kvöddum þær fljótlega þar sem ungur herra vildi komast í fjörið. Við fórum hring í sjóræningjaskipinu en þar var svo mikið af krökkum að Steingrími þótti nóg um. Við fórum þá yfir að húsunum við hliðina á og þar fannst mínum gaman. Hann labbaði allt í kringum húsin, fór inn í eitt og klifraði þar og settist svo á bekkinn þar og slappaði af :) Allt of mikil læti þarna úti! Við töltum svo aftur í átt að skipinu og sáum þá Siggu frænku, enn í röðinni!! Svo kom Svanhildur með pylsur og drykk og við fengum okkur hressingu. Svo fór veðrið að versna svo við skruppum öll í Kringluna. Steingrími fór fljótt að leiðast svo við fórum næst í heimsókn til Steinku. Freyja tók vel á móti okkur eins og venjulega :)) Loks fórum við til Kristínar Önnu í mat ásamt Guðnýju vinkonu. Steingrími fannst gaman að bruna um svæðið en Doddi litli hafði áhyggjur af því að hann væri að fara að taka dótið hans og fylgdist vel með honum. Þeir félagar chilluðu saman upp í sófa fyrir matinn :))) Hann borðaði mjög vel af kvöldmatnum og sofnaði saddur og sæll eftir viðburðaríkan dag :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home