Monday, March 27, 2006
Sunday, March 26, 2006
Kátur karl :-)
Steingrímur vaknaði eiginlega hlæjandi á sunnudaginn :-) Og var ofsakátur alveg fram að hádegi, þá lagði hann sig aðeins. Hann vaknaði hinsvegar úrillur, en fékkst þó til að borða vel áður en mamma og pabbi komu að sækja hann fyrir sumarbústaðarferð. Hann hresstist við þegar hann fékk að fara út :-) Um morguninn kom Guðlaug Hrefna og heilsaði upp á hann. Þá rétti hann út hendina til hennar, kátur að tala loks við einhvern annan en mig :-)
Kaffihús og kíkt í Bólstaðarhlíð


Við Hilda náðum í prinsinn í gær og skelltum okkur s

Sunday, March 05, 2006
Kringluferð og heimsókn
Eftir hádegismat skelltum við Steingrímur okkur í verslunarleiðangur. Fyrst fórum við í Byko, þar sem við skoðuðum leirtau. Því næst fórum við í Kringluna og röngluðum þar á milli búða. Steingrími fannst mjög gaman að skoða í kringum sig. Síðan fórum við til mömmu þar sem við hittum systur mínar, þær Helen og Steinku og Gumma mág. Þau voru öll mjög hrifin að sjá hvað Steingrímur er orðin duglegur að reisa sig upp og ganga með. Steingrímur fór út um alla íbúð, og fékk líka skoðunarferð með Gumma, sem var líka að láta hann ganga með því að halda í hendurnar á honum. Mamma prófaði líka að láta hann labba :-) Svo héldum við heim á leið og ég fór að hafa til kvöldmatinn. Steingrímur kom strax skríðandi inn í eldhús og reisti sig upp við vaskinn, vildi vera með :-) Hann borðaði mjög vel af kvöldmatnum og drakk meira en einn eplasafa. Varð alveg snar þegar sá fyrsti var búinn og róaðist ekki fyrr en hann sá nýju fernuna :-) Núna er ró komin yfir ungann, er lagstur í rúmið og fer að sofna fljótlega :-)
Þyrnirósastrákur
Í gærkvöldi borðaði Steingrímur heilmikið. Á matseðlinum var biximatur með eggi og pylsum. Hann borðaði heilan grænan froskadisk :-) Eftir matinn var hann hinsvegar alveg ómögulegur. Ef ég setti hann á gólfið grúfði hann sig bara niður og vildi ekkert gera. Ef ég hélt á honum kvartaði hann og var órólegur. Loks fór ég með hann inn og lagði hann í rúmið. Bingó ! Hann snarþagnaði um leið og dúllaði sér þar rólega þar til hann sofnaði kortér í níu, sem er frekar snemmt á hans mælikvarða. Hann vaknaði svo ekki fyrr en kl. 7:30. Morgunmaturinn gekk eins og í sögu, en núna kl. 9 er herrann orðinn sybbinn !! Nuddar augun og kúrir. Ég býst við að hann grípi sér lúr fljótlega !
Saturday, March 04, 2006
Hress mathákur fer á kaffihús :-)
Steingrímur vaknaði kl. hálf átta, hress og kátur. Hann borðaði vel af morgunmatnum og drakk heila könnu af eplasafa. Hann lék sér svo við að skríða um allt þar til kl. 10, en þá var kominn tími á lúr. Hann borðaði svo fullan disk af hádegismatnum ! Og renndi honum niður með jarðarberjasvala, sem honum þótti greinilega mjöööög góður, vildi alls ekki sleppa honum :-) Eftir hádegi fórum við í kirkjugarðinn að leggja blóm á leiði pabba, en í dag er ár síðan að hann dó. Eftir það fórum við á Te og kaffi kaffihúsið á Laugaveginum. Þar fékk Steingrímur gulrótarköku og heitt súkkulaði með rjóma. Mmmmmm ! Þetta fannst honum ekki amalegt. Enda kvartaði hann ef ég var of lengi að koma með næstu skeið, og tók meira að segja í skeiðina til að flýta fyrir :-) Nú er ég að hafa til kvöldmatinn og vona að herrann borði jafnvel og fyrr :-)
Friday, March 03, 2006
Sumir elska kókómjólk :-)
Ég sótti Steingrím upp úr kl. 5 og við skelltum okkur í Krónuna til að versla í matinn fyrir helgina. Ungi maðurinn sat þægur og rólegur í kerrunni þar til við komum að stórri stæðu af kókómjólk við mjólkurkælinn. Þá lifnaði yfir mínum og hann teygði sig yfir að stæðunni og fór að krafsa í plastið utan um six-pakkana :-) Auðvitað keypti ég svo kókómjólk fyrir herrann, I can take a hint when I get one ! Við fórum svo heim og snæddum. Steingrímur fékk lifrapylsu og kartöflur með smjöri. Og viti menn, hann borðaði bara vel af þessu !! Jamm, ekkert mál fyrir Steingrím Pál :-) Eitt stykki kókómjólk fékk vespumitti, svo fast var hún sogin :-) Ég fór svo með litla stuðboltann í heimsókn til Sifjar vinkonu og Örnu Aspar. Steingrímur var alveg ótrúlega hress, skreið um allt, reisti sig upp við borð og stóla og gekk með. Alveg í essinu sínu. Þegar að Sif tók í hendurnar á honum og var að láta hann ganga varð Arna ansi afbrýðisöm og reyndi að ýta samkeppnisaðilanum burtu frá mömmu og ná henni á sitt vald :-) Tíhí :-) Nú er komin ró á Möðrufellið fyrir löngu, ég og Brad ein vakandi en unginn steinsofandi undir hlýrri sæng.