Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, May 20, 2007



Herrann rakst á þennan litríka púða sem hann bara varð að skoða nánar



Sumir voru stoppaðir þegar þeir reyndu að laumast fram á pall


Ninninn kíkir á Steingrím


Sætamús


Krúttkarlarnir saman

Rólegur dagur með heimsókn í Mávahlíð

Steingrímur vaknaði aftur um kl. 8 og var í stuði. Hann borðaði morgunmatinn kátur og fór svo á ferð um alla íbúð. Um kl. 12 var ég að undirbúa hádegismatinn þegar ég sé að minn maður er steinsofnaður á gólfinu !! Að loknum góðum blundi vaknaði hann og borðaði mjög vel, stýrði höndinni að munninum á sér og var mjög duglegur. Eftir matinn skruppum við í Rúmfatalagerinn og keyptum lök. Síðan fórum við í heimsókn til hressu bræðrana í Mávahlíð. Þeir voru svo fjörugir að Steingrímur hélt sig til hlés til að forðast lætin :-) Er heim var komið eldaði ég kvöldmat og herrann borðaði kúffullan disk án vandræða. Hann tölti svo um allt eiturhress, brosandi og spjallandi þar til ég lagði hann í rúmið upp úr níu. Hann sefur núna sætt og rótt, vonandi í alla nótt :-)

Saturday, May 19, 2007



Arna horfir á Steingrím klappa


Mjög þétt og kröftugt grip ! Klipið aðeins í nefið í leiðinni



Ef maður þarf að styðja sig við er gott að grípa í hár til að fá gott tak


Fékk að prófa stólinn



Honum leist vel á stólinn hennar Örnu



Situr alltaf með krosslagðar fætur :-)


Á röltinu


Chillað við borðendann

Heimsókn til Sifjar og sumir stríða mér í kvöldmatnum

Steingrímur svaf eins og engill í nótt og vaknaði ekki fyrr en kortér í átta. Hann borðaði góðan morgunmat og fór svo að rölta um alla neðri hæðina. Eins og í gær var hann í góðu skapi, spjallaði heil ósköp og brosti allan hringinn. Í hádegismat var ýsa í mexikósósu og borðaði minn maður heilan kúfaðan disk :-) Eftir hádegi tók hann stuttan blund, svo skelltum við okkur til Sifjar vinkonu í heimsókn. Þær systur Arna og Eyrún voru í stuði og gaman að kíkja á þær. Steingrímur fékk að smakka á skyrtertu og fannst hún bara mjög góð :-) Eftir huggulegan eftirmiðdag í Lautarsmáranum var haldið heim á leið. Þegar kom að kvöldmatnum var Steingrímur kátur og tók hraustlega til matar síns. Þegar ég rétti honum bita stýrði hann hendinni að munninum. Þar til allt í einu að hann greip í hendina, færði hana að munninum en síðan í burtu. Svo skælbrosti hann :-) Þetta endurtók hann aftur og aftur, og ég sagði við hann: ertu að stríða mér ? Hann brosti og flissaði ennþá meira, svo eftir smá stund stýrði hann bitanum í munninn á sér. Hahahah, sumir geta verið stríðnispúkar !! Svipurinn á honum var óborganlegur ! Eftir matinn rölti herrann um og kíkti aðeins á sjónvarpið. Hann liggur núna í rúminu en er ekkert á því að sofna, glaðlegt spjall heyrist og enginn syfjutónn ! Óli Lokbrá hlýtur samt að kíkja við fljótlega :-)

Friday, May 18, 2007



Spjallað í sófanum



Skrítinn svipur !



Skoðað undir skápinn

Kátur karl kemur í heimsókn :-)

Steingrímur var spilandi kátur þegar ég sótti hann á leikskólann. Þegar ég kom að sækja hann var hann að leika sér í sandkassanum og var skælbrosandi. Ekki minnkaði góða skapið þó að honum væri þvælt í Bónus og að skoða íbúð með okkur. Þegar heim var komið fór hann þegar á röltið og tékkaði á íbúðinni. Hann borðaði vel af kvöldmatnum og lyfin runnu niður án vandræða. Rétt fyrir níu var honum smellt í rúmið og þá fyrst komu einhver smá mótmæli. Hann var enn í stuði og ætlaði ekkert að fara að sofa. En jafnvel mestu stuðboltar verða að gefast upp að lokum :-)